Um ána
Áin rennur 24 km leið ofan af fjöllum, niður í Laxárdal og fellur síðan til sjávar í Skagafjörð við bóndabýlið Sævarland. Veiðisvæðið er mjög langt en það nær frá ósnum upp að Háafossi. Áin býður upp á mikla fjölbreytni, allt frá mjúkum grasbökkum upp í þverhnípt og þröng klettagil en alls eru um 50 merktir veiðistaðir í ánni.
Laxá í Skefilsstaðahreppi er í rúmlega þriggja klukkutíma akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Þegar komið er framhjá Blönduósi er beygt til vinstri og síðan til hægri á Þverárfjallsveg og keyrt yfir litla heiði. Blasir þá hlykkjótt áin við manni þegar keyrt er niður af heiðinni.
Kort af veiðisvæðinu
Veiðireglur og upplýsingar
Svæðaskipting
Svæði 1 (Neðra svæði): Frá ósi við Sævarland að brú við Skíðastaði.
Svæði 2 (Efra svæði): Frá brú við Skíðastaði að Háafossi.
Leyfð er ein stöng á hvoru svæði í ánni, ein á svæði 1 og ein á svæði 2. Stranglega er bannað að hafa nema eina stöng í veiði samtímis á sama svæði. Ef tveir eða fleiri eru saman um stöng, skulu þeir vera saman á veiðistað.
Veiðitilhögun
- Einungis er leyfð fluguveiði á flugustöng; hámarksveiði er 5 laxar.
- Halda má einum hæng undir 70 cm á stangardag, annars skal öllum laxi sleppt aftur í ána.
- Særður fiskur skal fá að njóta vafans.
- Leyfilegt er að halda öllum silungi.
- Veiðimanni ber að hætta veiði í ánni þegar hámarksveiði laxa er náð.
Verði leyfishafi staðinn að ólöglegum veiðum skal málið ganga til dóms eftir gildandi lögum. Ef um ítrekað brot er að ræða skal leyfishafi brottrækur úr ánni að fullu og öllu.
Veiðileyfi, sem einnig er veiðiskýrsla, verður að skila strax að loknum veiðidegi, hvort sem veiðist eða ekki. Veiðileyfum skal skila í þar til gerðan kassa við Skíðastaði.
Daglegur veiðitími
Almennur veiðitími: kl. 7:00–13:00 og frá 16:00–22:00.
Frá og með 15. ágúst: kl. 7:00–13:00 og frá 15:00–21:00.
Veiðivarsla
Veiðisvæðið er vaktað með dróna.
Símanúmer veiðivarðar: 892 7706
Aðkoma og staðsetning
Áin er í Skefilsstaðahreppi í Skagafirði. Ef keyrt er úr suðri er best að keyra til vinstri í átt að Skagaströnd þegar komið er fram hjá Blönduósi og svo til hægri í átt að Sauðárkrók yfir Þverárfjall. Góða ferð!