Laxá í Skefilsstaðahreppi er leynd veiðiperla á Norðurlandi. Áin rennur 24 km leið ofan af fjöllum, niður í Laxárdal og fellur síðan til sjávar í Skagafjörð við bóndabýlið Sævarland. Veiðisvæðið er mjög langt en það nær frá ósnum upp að Háafossi. Áin býður upp á mikla fjölbreytni, allt frá mjúkum grasbökkum upp í þverhnípt og þröng klettagil en alls eru um 50 merktir veiðistaðir í ánni.
|
Laxá í Skefilsstaðahreppi er í rúmlega þriggja klukkutíma akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Þegar komið er framhjá Blönduósi er beygt til vinstri og síðan til hægri á Þverárfjallsveg og keyrt yfir litla heiði. Blasir þá hlykkjótt áin við manni þegar keyrt er niður af heiðinni.
|